2. Sofa með fléttur, mismunandi fléttur gefa mismunandi lúkk daginn eftir.
3. Bleita upp í endunum og fara snögt með hárblásarann yfir allt saman gefur líf og lyftu.
Svo er það mitt allra allra mesta "bjútí leyndarmál".. ég segi ykkur þetta í fullum trúnaði!
Allt sem þú þarft eru nokkrir strendingar af bómullarefni. Ég átti afganga í efnispokanum, hægt er að nota gamlar tuskur jafn vel sokka.. bara einhverja efnisbúta.
Ég er með búta í nokkrum lengdum, allt frá 10 cm upp í alveg 40 cm.. gott að miða við að hafa þá amk. jafn langa og lofinn á þér.
Myndir:
1. Líflaust hár eftir langan dag
2. Taktu lokk af hári, rendu í gegnum hann með blauta putta þannig að hann verði rakur, ekki blautur samt! Næst er að vefja lokknum um efnisbútinn. Mér finnst betra að vefja hárið inn á við, sem sagt í átt að andlitinu.
3. Þegar þú hefur vafið hárinu smekklega upp á efnið binduru endana rækilegasaman. Ég er vanalega með 3-5 vefjur í einu.
4. Best er að gera þetta fyrir svefnin , þessvegna er líka gott að reyna hafa vefjurnar ekki mikið hærra en kjálkalínan til að þeir trufli ekki svefnin. Þetta tekur dálitla stund að virka þannig að þetta virkar best á nóttunni en samt alveg hægt að flíta fyrir ferlinu með hárblásara.
Svo er bara að vakna daginn eftir og fjarlægja bútana rólega úr, greiða laust í gegnum liðina með fingrunum og laga þá til eftir hentusemi. Gott að henda smá froðu í herlegheitin. Útkoman:
Babydoll krullur, án hita á einni nóttu :)
Virkar frábærlega ef maður ætlar að gera greiðslur og vantar meiri volume í hárið.. líka flott að flétta efrihlutan og hafa krullurnar svo lausar í endunum.
Ég mana ykkur til að prófa þetta.. ótrúlega mikil snild að mínu mati, kemur sterkt inn fyrir öll jólaboðin :)